Hvað með okkur?

Hvers vegna erum við einstök?

Stoltið okkar

Bleikjan okkar er án efa, og með því að beita hógværðinni uppá spari, eins góð og möguega hægt er að gera nokkurn titt! Við fáum aldrei nóg af henni.

Go to Ferskleiki

Ferskleiki

Vatnið sem fiskarnir okkar synda í er kalt og kristaltært. Uppruni vatnsins er að miklu leyti úr vatnajökli og síast í gegnum Eldhraunið á langri leið sinni til okkar.

Go to Sjálfbærni

Sjálfbærni

Við ölum fiskinn okkar alla leið frá hrogni. Allur úrgangur er notaður í áburð og við vinnum vöruna okkar á svæðinu.

Go to Fiskbúðin

Fiskbúðin

Fiskbúðin í svarta húsinu er staðsett á Sunnubraut 18. Við erum bara opin frá 16-18 á þriðjudögum. Þetta er gert til að fiskurinn sem er í boði sé alltaf eins ferskur og möguleiki er á!

Við erum:

Bleikjueldi

Lindarfiskur leitaði í upprunann. Mamma ólst upp í Botnum í Meðallandi þar sem fiskeldið okkar er. Botnar er bær sem er sér á báti, í fyllstu merkingu þess. Það er ekkert og enginn í 10 km radíus frá bænum sem er staðsettur inni í miðju Eldhrauni. Þetta er stærsti kosturinn við staðsetninguna. Friðurinn og róin, hreinleikinn og allt þetta vatn! Eldhraunið virkar eins og risastór sía fyrir vatnið sem fiskarnir okkar synda í. Það er okkar mat (næstum því án þess að við séum hlutdræg) að þetta sé besta vatn í heimi! Með þessu er lagður grundvöllur að frábæru hráefni. Við dundum okkur við að láta bleikjunum líða sem allra best. Gott pláss, nóg að éta og fullt, fullt af köldu vatni. Enda erum við mjög montin af lokaafurðinni okkar.

FJÖLSKYLDAN

Samheldin fjölskylda, sliguð af ólíkri þekkingu og reynslu

Drífa Bjarnadóttir

Allt í öllu
Stóra systirin og reynir því að ráða öllu mögulegu, og kemst líka upp með það (svona yfirleitt). Líffræðingur, fiskeldisfræðingur og allrahandareddari.

Sigún Bjarnadóttir

Allt mögulegt
Sigrún er yngst í fjölskyldunni, þar af leiðandi hlýtur hún að vera skemmtilegust og fjölhæfust af okkur öllum. Útsjónarsöm fyrir allan peninginn.

Helga Ólafsdóttir

Áframýtari og svipumeistari
Mamma! Fiskeldið er staðsett á uppeldisjörð hennar. Límið sem bindur okkur öll saman og rekur alla af stað þegar með þarf. Uppáhalds frasinn : JÆJA!

Bjarni Jón Finnson

Allt nema pappírinn
Pabbi! Lagar allt, byggir allt, hannar allt mögulegt. Ef hann getur ekki þrjóskast það, þá getur það enginn.

Árni Jóhannsson

Pappírinn og tölvurnar
Tengdasonurinn sem er fullgildur fjölskyldumeðlimur. Engin tölva og enginn pappír stenst honum snúning, enda er er viðmiðið þegar það verður snúið -“Árni reddar þessu”-

hvað öðrum finnst

Hvað er að frétta

Komin á alnetið!

Read full article